GRYFFINDOR
Gryffindor er hin týpiska ímynd hins góða. Einkennislitirnir eru gylltur og vínrauður og verndardýrið er ljón. Heimavistin er nefnd eftir Godric Gryffindor, sem var einn af hinum fjórum stofnendum Hogwarts. Minerva McGonagall er yfir heimavistinni og draugurinn sem henni fylgir er Nearly Headless Nick (Sir Nicholas de Mimsy-Porpington). Þú kemst inn í heimavistina í gegn um myndina af Feitu Konunni. Harry, Hermione og Ron eru nemendur í þessari heimavist og bæði Dumbledore og McGonagall voru í þessari heimavist, þannig að það má segja að æðstu ráðendur Hogwarts séu gamlir liðsmenn Gryffindor. Nemar Gryffindor eru Hugprúðír, áræðnir og djarfir.
RAVENCLAW
Blár og silvur einkenna heimavistina sem er nefnd eftir Rowenu Rawenclaw. Það er hinn smái Professor Flitwick sem er yfir þessari heimavist og Gráa Frúin vaktar hana sem draugur. Til þess að komast inn í heimavistina þarftu að komast fram hjá málverkinu af Riddaranum. Einkennismerkið er örn. Í Ravenclaw
eru þeir kláru, skörpu og þeir sem eru fljótir að læra. Samkvæmt þessu ætti Hermione að vera í þessari heimavist, finnst ykkur það ekki?
HUFFLEPUFF
Helga Hufflepuff nefndi heimavistina eftir sér. Það er greifingi sem prýðir einkennismerkið en það er gult og svart. Feiti Munkurinn er draugur heimavistarinnar og garðyrkjunornin Sprout er yfir henni. Nemendur í Hufflepuff eru duglegir, réttlátir og traustir. Vá hvað Neville Longbottom er innilega Hufflepufflegur.
SLYTHERIN
Hinn illgjarni galdramaður Salazar Slytherin stofnaði þessa heimavist og svo einkennilega vill til að þaðan hafa mestu illvirkjar galdraheimsins komið. Slanga á grænum og gylltum fleti er tákn heimavistarinnar sem er stjórnað af Severus Snape. Blóðugi Baróninn er draugurinn sem verndar heimavistina og inngangurinn er bara hreinn og sléttur steinveggur og þar af leiðandi er mjög erfitt að finna inganginn. Nemendur Slytherin eru slóttugir og lævísir. Það má samt ekki alhæfa, ég held að það sé alveg líka gott fólk í þessari heimavist. Það er líka eitthvað gott í Draco, þó að það sjáist ekki strax.
Jæja, allaveganna, vona að einhver hafi gaman að þessu:c) En hvenær fáum við svo Harry Potter áhugamál? Ég get skrifað endalaust um þessar bækur, þær eru svo frábærar!
Og svona í lokinn vildi ég beina athygli þeirra sem leiðist að bíða eftir næstu bók að lesa þessar “bækur” hérna: www.schnoogle.com og fara í fanfics by author og klikka á Cassandra Clarie. þetta er snildin ein. oft finnst mér þessar sögur næstum toppa raunverulegu bækurnar:c)