Ég sá að einhver mundi ekki hver prófessor Remus Lupin var,
og hugsaði með mér að það væru eflaust nokkrur sem ekki
myndu nákvæmlega hverjir væru hvað. Þess vegna ákvað ég
að gera smá lista yfir kennarana í Hogwarts, skóla galdra og
seiða. Athugið að fyrir þá sem eru ekki búnir að lesa allar
bækurnar, gæti verið eitthvað sem spoilar.
ALBUS DUMBLEDORE
Dumbledore er núverandi skólameistari Hogwarts. Hann er
mjög gamall, það er að segja yfir 150 ára og er einn af þeim
afar fáu sem Voldemort virkilega óttast. Dumbledore er
einmitt hálfgerður jafnoki hans, nema hvað að Albus er
algerlega góður. Albus er sígild ímynd gamals og viturs karls
sem birtist ávalt þegar þörf er á honum. Þannig svipar honum
að mörgu leiti til Gandalfs úr Hringadróttinssögu. Albus fór
var í heimavistinni Griffindor og Dumbledore er gamalt orð yfir
býflugu.
MINERVA MCGONAGALL
McGonagall er aðstoðaskólastjóri Hogwarts. Hún er frekar
alvörugefin og mjög ströng, en hefur þó mikla ánægju af því
að horfa á Quidditch. Hún er kennari í Umbreitingu og er sjálf
Animagus, þ.e.a.s. hún getur breytt sér í dýr og í hennar tilfelli
er dýrið köttur. Hún er voða góð og hefur mikla réttlætiskennd.
Hún er yfir Griffindor.
RUBEUS HAGRID
Hagrid er einn af besti vinur Harrys en hann er risastór, enda
var mamma hans risi. Hann var í Hogwarts en var rekin fyrir
að hafa ákveðið óvargadýr sem gæludýr… og fleira, sem var
ekki alveg réttmætt.
Allaveganna, Hagrid elskar stór eða hættuleg dýr, ef að hann
mætti ráða ætti hann bæði dreka, Hnoðra (þríhöfða hundinn),
kannski svona eitt stykki manticore, nokkur sjávarskrímsli,
Hippogriff og svo mætti lengi telja. Rubeus er voðalega
góður, og hefur reynst Harry mjög vel. Hann kennir umhirðu
galdradýra í Hogwarts
SEVERUS SNAPE
Snape er yfir Slytherin. Hann er einnig kennari í
galdraseiðum. Hann er gamall fylgimaður Voldemorts en
slapp úr klóm hans og sneri sér að góða liðinu. Hann hatar
Harry og eiginlega alla aðra nemendur Griffindors, en elskar
að sjálfsögðu nemendur í sinni eigin heimavist, þá
sérstaklega Draco Malfoy. Snape er á svipuðm aldri og
James, faðir Harrys, Lupin og Sirius.
PROFFESSOR QUIRRELL
Kenndi Vörn gegn myrku öflunum í Hogwarts, þar til að Harry
lauk fyrsta ári sínu. Þá komst upp að hann var í liði með
Voldemort, og hafði “geymt hann í höfði sínu” lengi vel. Hann
lék hlutverk hins stamandi vælukjóa mjög vel og það villti
öllum sýn fyrir því að hann væri í raun fylgdarmaður
Voldemorts.
GILDEROY LOCKHART
Kenndi vörn gegn myrku öflunum á öðru ári Harrys. Hann var
mikið egó og hrokafyllnin uppmáluð. Allar konur girndtust
hann og hann var valinn bros galdraheimsins 7 ár í röð
(minnir mig, en ég er samt alls ekki viss)
Í ljós kom að hann var bara fake, og hafði stolið öllum
metsölusögunum af alvöru hetjum og beitt þá síðan
minnisgaldri. Hann varð svolítið vankaður í lok bókar tvö, og
ætli hann hafi bara ekki verið settur á st Mungos, galdraspítala
fyrir geðveika
REMUS LUPIN
Remus var einn úr vinahóp föður Harrys. Hann er varúlfur og
allir vinirnir hans þrír, James, Sirius og Peter, breyttu sér í
animgausa til að geta varið aðra og hann sjálfann fyrir sjálfum
sér. Lupin kenndi vörn gegn myrku öflunum á þriðja ári
Harrys og er einn besti kennari sem hefur kennt þar. Hann er
góður og indæll maður, oftast frekar svona shabby til fara þó.
Harry saknar hans mikið en hann hætti að kenna eftir árið.
Hann mun þó sennilega snúa aftur í næstu bókum.
ARGUS FILCH
Argus er húsvörðurinn í Hogwarts. Hann á köttinn fröken
Norris og þykir meira vænt um hana en allt annað. Hann er
frekar leiðinlegur maður, er alltaf frekur og hálf vondur við
krakkana og flestir hræðast hann og köttinn svolítið.
Hann er squib og hefur því eiginlega engan galdramátt, þó
hann segi ekki mörgum frá þessari staðreynd.
PROFESSOR FLITWICK
Hann er yfir Ravenclaw og kennir galdra. Hann er voðalega
lítill og þarf að standa á stafla af bókum til að ná upp yfir
kennsluborðið.
PROFESSOR BINNS
Binns er eini draugurinn sem kennir við Hogwarts. Hann
kennir Galdrasögu og ryður útúr sér endalausum ártölum
með þessum tilbreytingalausa tóni þannig að allir sofna
(nema Hermione að sjálfsögðu) Sagan segir að hann hafi
bara ekki vaknað einn daginn, en draugurinn hafi bara haldið
áfram að kenna eins og ekkert sé.
POPPY POMREY
Hún er hjúkrunnarkonan í Hogwarts. Hún er voða
umhyggjusöm og vill alls ekki láta trufla sjúklingana mikið. En
hún gerir nú allt fyrir Dumbledore:c)
SYBILL TRELAWNEY
Hún kennir eitthvað sem ég man ekki alveg hvað heitir á
íslensku. Divination á ensku allaveganna. Hún dvelur lengst
af í turninum sínum og kemur sjaldan niður. Hún er eitthvað
smá skyggn, en varla mikið og oftast er hún bara að skálda
eitthvað upp.
MADDAM HOCH
Hooch er Quidditch kennari. Hún er líka yfirleitt dómari í
leikjunum.
MADDAM PINCE
Hún er bókasafnsvörðurinn í Hogwarts. Það er nú lítið sagt
frá henni, nema bara að hún er svona týpískur
bókasafnsvörður, USS!
PROFFESOR SPROUT
Hún er yfir Hufflepuff og kennir allt um galdrablómarækt.
ALASTOR “MAD-EYE” MOODY
Hann er fyrrverandi Auror (held að það sé skyggnir á ísl) en
hefur hætt þeim störfum og er orðin hálf klikk kallinn, með
ofsóknarbrjálæði og svona. Hann var lokaður ofan í kistu
vikum saman og er því ennþá uppstökkari eftir það. Hann var
mjög klár, og hann er með galdraauga sem séð getur gegn
um holt og hæðir. Hann kenndi harry vörn gegn myrku
öflunum á fjórða árinu hans.
Jæja, ég held að ég hafi ekki gleymt mörgum, kannski
örfáum. Ég sleppti að vísu nokkurm vísvitandi, þar sem þeir
komu eiginlega ekkert við sögu. Þeirra á meðal eru það
Sinistra, Vector og Kettleburn. Veit líka mjög lítið um þau.
En allaveganna, njótið vel. Ég vona að þessi grein verði ekki
algerlega keyrð niður með nýjársóskum allra áhugamála:c)
En gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamala:c)