Kæru notendur Huga,ég heiti Iris Anita Hafsteinsdóttir og er höfundur bókarinnar Ekki segja frá.
Mér var bent á að hér væru fyrirspurnir um bókina og þar sem ég er afskaplega forvitin manneskja að eðlisfari varð ég að sjálfsögðu að kíkja hér inn.
Það kom mér á óvart hve margir hér eru með Ekki segja frá á óskalistunum sínum og eins og þið getið ímyndað ykkur er ég alveg svakalega hrifin af Huga.is þessa dagana :)
Ég er algjör bókaormur eins og þið og fannst sérstaklega skemmtilegt að sjá ummælin hér um hinar og þessar bækur. Nokkuð víst að mínar bækur í ár verða valdar eftir þessum ummælum.
Þar sem ég er dolfallin Jean M Auel aðdáandi var ég að velta því fyrir mér hverjir væru búnir að lesa hana og hvað þeim þá fannst.
Síðasta bókin var kannski ekki alveg eins góð og fyrstu bækurnar en er Hellaþjóðin betri eða verri enn síðasta bók.
Ég sá að Sungirly er heitur talsmaður Ekki segja frá og var meira að segja kunnug herferðinni sem bókin hratt af stað.
Má ég vera svo frökk að spyrja hver ertu ?. Ég er búin að brjóta heilann í marga daga og að lokum stóðst ekki mátið varð bara að spyrja. Þakka þér fyrir ummælin um bókina mína og ykkur öllum sem settu hana á óskalistana sína. Ég varð afskaplega stolt og lukkuleg og hvað þá konurnar fjórar sem leyfðu mér að nota lífsreynslur sínar til að deila með öðrum.
Auðvitað fyrst ég er nú komin hingað er ykkur velkomið að spyrja mig að hverju sem er. Þakka ykkur fyrir, sérlegur bókarormur Íris