Halló,
mig langaði bara aðeins að segja ykkur frá einni bók sem ég var að lesa nýverið og er það bókin Grandavegur 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur.
Það er nú reyndar svolítið síðan hún var gefin út (ég hafði bara ekki tíma til að lesa hana fyrr)en það var árið 1994.

Allaveganna þá fjallar bókin um Eindísi sem er 15 ára stelpa (þetta er samt ekki unglingabók), en hún er skyggn og eru látnir fjölskyldumeðlimir hennar alltaf í kringum hana. Reyndar ekki bara fjölskyldumeðlimir, heldur einnig fólk sem bjó eitt sinn í húsinu hennar.

Bókin fjallar um samband hennar við þetta látna fólk (t.d. bróður hennar sem dó ungur), og aðra sem búa nálægt henni og spila stórt hlutverk í lífi hennar, t.d. pabba hennar sem er farin frá mömmu hennar og er fyllibytta, skáldið sem býr í húsi á Grandaveginum líka og mömmu sína sem alltaf er ein.

Einfríður virðist einnig hafa einhvern undarlegan hæfileika að geta svona hálf lesið hugsanir annarra. Hún veit hvenær fólk er að ljúga og getur einnig upplifað minningar annarra með þeim.

Þetta er alveg ótrúlega góð bók (sem ég endurtek að er ekki unglingabók, þótt hún sé um ungling) sem fjallar um sálarstríð ungrar stúlku, hvernig hún lítur á lífið öðruvísi augum en aðrir, hennar fyrstu ást, kynlífsreynslu o.fl.

Alveg mögnuð bók sem ég mæli hiklaust með

Eva