Semper fidelis
The Hitchhiker´s Guide to the Galaxy
The Hitchhiker's Guide to the Galaxy heitir á íslensku Leiðarvísir Puttaferðalangsins um Vetrarbrautina , þetta er bók sem ég er nýbúinn að lesa. Bókinn er eftir Douglas Adams. Bókinn er hrein og bein snilld , mestan tímann sem ég las hana lá ég í hláturskrampa og á tímabili öskraði ég af hlátri. Bókinn fjallar um Arthur Dent sem er Jarðarbúi , eða fyrrverandi Jarðabúi. Dent er uppstökur og bráðlátur maður. Húsið hans á að vera rústað af jarðýtu sama dag og heimurinn á að farast. Þennan dag kemur stórt geimskip til Jarðar og tilkynnir öllum Jarðabúum um að Jörðinn eigi að verða eiðilögð, eins og skiljanlega verður allt brjálað, Dent og vinur hans Ford Prefect “húkka” far með einu af þessum geimskipum og komast út í geim , jörðinni er gjörsamlega eytt og þeir virðast vera einu mannverunar sem sluppu lifandi af Jörðinni. Ég ætla ekki að segja meira og leyfa ykkur að lesa þessa bók hún er 143 bls á ensku og u.þ.b. 181 bls í íslenskri þýðingu. Bara vara ykkur við… þið eigið eftir að veltast um af hlátri! ;)