Var að skoða Bókatíðindin 2002 og spá í hvaða bækur mig langar í í jólagjöf. Mér fannst ekki úr voðalega miklu að moða. Í fyrra var ég í vandræðum með hvaða bækur ég vildi fá en nú var það ekki svo. Sérstaklega fannst mér lítið um nýjar íslenskar bækur og verð að segja að flestar bækurnar sem þar eru í boði eru kiljubækur sem hafa komið út fyrir þónokkru. Á ég margar þeirra þar sem ég er í kiljuklúbb Máls og menningar. Mér finnst líka lítið úrval af erlendum bókum. Kannski var þetta líka svona í fyrra en ég bara búin að gleyma því. Það er alltaf möguleiki. Ég átti bara von á því að vera í vandræðum með að velja.

Ég verð að segja að ég fann flestar bækurnar sem mig langar í í flokknum ævisögur og endurminningar. Þetta er topp 5-listinn minn:

1. Barist fyrir frelsinu - e. Björn Inga Hrafnsson
2. Röddin - e. Arnald Indriðason
3. Eyðimerkurdögun - e. Waris Dirie
4. Ekki segja frá - e. Írisi Anítu Hafsteinsdóttur
5. Vonin deyr aldrei - e. Jacqueline Pascarl

Gaman væri að heyra í ykkur og sjá hvaða bækur heilla ykkur þetta árið. Smekkur manna er svo misjafn og kannski er það bara mér sem finnst vera lítið úrval bóka nú í ár.

Kveðja,
Tigerlily