Sálmur að leiðarlokum
Ég lesið mörg snilldarverkin en það er alltaf eitt sem stendur í uppáhaldi hjá mér. Þegar ég var þrettán ára fór fjölskyldan mín til Bandaríkjanna i ferðalag. Í Leifsstöð leitaði ég örvæntingarfullur að einhverju bitastæðu lesefni til þess að stytta mér stundir á langri leit, en ég sá einfaldlega ekkert áhugavert. Rétt áður en flugvélin fór í loftið greip ég þessa kilju úr hillunni með mynd af Titanic utan á og bjóst ekki við miklu.
Kannski var það þetta viðhorf mitt, að saga sem gerðis um borð í Titanic hlyti að vera klisja, sem olli því að ég var fullur að neikvæðni í garð fyrstu kaflanna, en smá saman heillaðist ég. Alla vegna núna þremur áum seinna man ég ekkert eftir þessari ferð nema sorgleg örlög hljómsveitarinnar um borð í Titanic, því sagan var svo grípandi og vel sögð að hún varð bókstaflega hrífandi.
Jújú, það fórust u.þ.b. þúsund manns með þessu fræga skipi og það er auðvitað sorglegt, ég meina við höfum öll séð myndina, en hingað til hefur þetta fólk bara verið nöfn, töluleg staðreynd. Við kynnumst sex einstaklingum sem eiga það allir sameiginlegt að hafa orðið utangarðs í lífinu og að örlögin bar þá lengra út af slóðinni en hugsanlegt er að ímynda sér. Þetta er kannski frekar eins og smásagna safn, eða kannski eins og þessar myndir sem hafa verið svo vinsælar undafarið eins og Traffic og Amos Perres, margir söguþráðir sem leiða mann að loka takmarkinu, þeirri örlagaríku lokaferð.
Erik Fosnes-Hansen segir söguna mjög vel, maður fær samúð með þeim, maður verður bitur með þeim yfir því hversu undankomulausir þeir eru og hvað lífið er þeim hart, en hann glæðir líka með manni von, því nú er allt hið slæma liðið og komin tími til þess að byrja upp á nýtt.
Og það er snilldin: Við verðum vongóð en vitum samt sem áður allan tíman hvernig sagan fer, þeir munu allir enda sem tónlistarmenn í Titanic og farast.
Maður vill ekki sætta sig við það að lífið sé svona grimmt, að Rússin fengi aldrei að snúa heim og byðjast afsökunar, að ungi óreyndi Vínardrengurinn myndi aldrei fá að þroskast og svo framvegis.
ÉG get lesið þetta aftur og aftur, sú staðreynd að þeir eru allir tónlistarmenn kemur ríkt fram og hef ég sjaldan séð tónlist glædda jafnmiklu lífi í þurrum bókstöfum.
Allar smásögurnar í sögunni eru snilldarlega samansettar og lýsa einstaklega vel tíðarandanum sem ríkti fyrir stríð í veröldinni, svo vel að áhugi minn var vakin; ég las i kjölfarið Veröld sem var eftir Stefan Sveijk til þess að kynnast fólki þess tíma betur, og mig grunar að Eric hafi líka gert það, sagan af unga vínarbúanum og bóhemunum er alveg glettilega lík frásögn Sveijks.
Mér er sama þótt fólki finnist þessi bók kannski ekki fínn pappír og margar aðrar “fagurbókmenntirnar” taka henni fram , þessi bók er glettilega skemmtileg aflestrar :D
nologo
…hefur ekkert að fela