Allaveganna, þessi frábæra bók sem ber titilinn “Of mice and men” er eftir manninn John Steinbeck. Hún er held ég skyldulesning í mjög mörgum framhaldsskólum og ég var einmitt að ljúka við að lesa hana í skólanum.
Í stuttu máli fjallar þessi bók um tvo menn, Lennie og George, sem eru svona vinnumenn sem ráða sig í vinnu á búgörðum við ýmsa erfiðisvinnu. Lennie er þroskahefur, eða allaveganna ekkert alltof “bright” og George er í rauninni að passa upp á hann því Lennie á engann að lengur. En af einhverjum ástæðum voru þeir reknir frá þeim búgarði sem þeir unnu síðast á og bókin byrjar þar sem þeir eru á leiðinni á næsta búgarð í vinnu.
Bókin er ekki mjög löng og er á auðlesinni ensku svo hún ætti að vera nánast hverjum sem er aðgengileg. Það er líka örugglega búið að þýða hana á íslensku. En hún er skrifuð sérstaklega, þannig að hún heldur manni við efnið allan tímann, og mér finnst húmorinn í henni óborganlegur, þ.e. ef maður fattar hann, sem ekki næstum allir í bekknum mínum gerðu! ;)
Sem sagt, skyldulesning fyrir alla sem hafa gaman af bókmenntum, sama hvernig bókmenntum! :)
****/****
"