Eins og nafnið gefur til kynna, þá leyfir þetta litla forrit þér að stjórna viftunum í vélinni þinni.
Ég hef notað þetta forrit frekar lengi og ég gæti ekki hugsað mér að hætta að nota það, það er hrikalega þægilegt að geta skellt viftunum uppí t.d. 3000 snúninga á mínútu þegar að maður er að horfa á mynd eða spila tölvuleik o.s.frv.
Í fyrstu var forritið sér gluggi en nýjasta útgáfan af því var sett upp í Menu-bar-ið sem gerir það miklu miklu þægilegra.
Þú stillir nokkrar uppáhaldsstillingar(2000RPM, 2.500RPM, 3000RPM o.s.frv.) og getur út frá því breytt um viftuhraða á augabragði.
Vélin er byggð þannig upp að lægsti viftuhraðinn er 1000RPM og fer hún ekki neðar en það. smcFanControl leyfir þér heldur ekki að stilla lægra en það þannig að það er engin hætta hér á ferð.
Þess ber að nefna að forritið leyfir þér aðeins að stilla lágmarks hraða á viftunum, þannig að ef þú stillir hraðann á 2000, þá heldur hún sér í 2 þúsund snúningum á mínútu, EN hækkar sjálfkrafa hraðann á viftunum ef hún þarf á því að halda.
Einnig býður forritið upp á það að sýna hitastigið á örgjörvunum í °C eða F, það getur líka sýnt hraðann á viftunum.
Allt í allt, ómissandi forrit og mæli ég sterklega með þvi fyrir alla sem eiga vél með Intel örgjörva.
Þetta forrit virkar EKKI á Mökkum með PowerPC örgjörva þar sem að þeir hafa ekki SMC(System Management Controller) innbyggt.
Ég tek enga ábyrgð ef einhver nær að eyðileggja eitthvað o.s.frv.
Þetta forrit er frítt, náið í það hér:
Heimasíða smcFanControl.