Eftir að ég setti inn jaguar (hrein insetning, diskurinn formattaður og allt hvað eina..) hef ég átt í vandræðum með að tengjast við ftp server sem ég er með heimasvæði á.
Áður fór ég í Connect to Server og setti in ftp://ip-servers og fékk glugga sem bað um user/pass og svo opnaðist bara mitt heimasvæði. Búið..
Núna reyni ég að tengjast á sama hátt og allt fer eins með loginið ENN, það kemur mount á skjáborðið sem að er bara rótin á servernum. Ég þarf að grafa mig niður að heimasvæði mínu sem er svo lokað gegn mér.
Ég reyndi að tengjast svona: ftp://ip-servers/slóð-svæðis og það gekk næstum því. Heimasvæðið kom fram sem write protected…
Taka skal fram að ftp í gegnum Terminal virkar eins og áður og sama á við með önnur ftp forrit eða forrit sem geta notað ftp eins og BBEdit, aðeins Finderinn þjáist af þessum galla..
Hjálp?