Reyndar er ég ekki makkamaður, ef ég á að segja alveg satt, en ég er Linux og FreeBSD maður og þess vegna er ég svona nokkuð hrifinn af MacOsX hugmyndini, að koma Unix inn á öll heimili!
Ég get aftur á móti ekki verði jafn ánægður með hugmyndina um að nota Makkana sem servera líka. Mér líkar illa við servera sem eru með svona falleg gluggaútlit. Þó aðalega vegna þess að þeir servermasterar sem stjórna Windows serverunum geta oftar en ekki leist vandamál sem er ekki hægt að leisa með því að smella á músina..
Ég mun þó halda áfram að keyra mín kerfi á Linux og FreeBSD..en maður þarf samt að athuga hvort að maður geti ekki portað MacOs X..þetta er nú einusinni byggt á Darwin, right?
Kveðja,
Ómar K.<br><br>Reason is immortal, all else mortal.
-Pythagoras
Reason is immortal, all else mortal.