Svona áður en ég byrja svo fólk haldi ekki að hér sé “ignorant” PC kall að pósta þá vil ég benda á að ég hef verið forfallinn makka kall til margra ára, og er með einar 7 Mac vélar (nokkrar Windows líka)
Einmitt þess vegna vil ég svara þessu bréfi þar sem ég tel að ósannindi og miskilningur sé ekki til að hjálpa Makka fólki, né til að hvetja Apple til að fara að vera í front line aftur í harwareþróun.
>stýrikerfið: Windows keyrir ennþá á >dos-grunni á meðan >gamla mac-os 9 og X þurfa ekki
Þetta er ekki rétt, NT kjarninn t.d. hefur aldrei keyrt ofaná Dos og mun aldrei gera það, þú getur jú farið í DOS á þessu, en þá færðu upp glugga sem hermir eftir gamla dosinu, en það hefur ekkert með kjarnann að gera. NT kjarninn er í Windows NT, 2000 og XP. Og þar sem þeir eru hættir með 95,98 og ME þá er ekki sanngjarnt að slá þessu fram.
>Sumar mac borðtölvur eru auk þess með tvo örgjörva - það >flýtir vinnslu þegar fleiri en eitt forrit eru að vinna í einu.
Þetta er alveg rétt, en kemur í raun málinu ekki við því Windows vélar hafa líka haft fjölörgjafa vélar í fjölda mörg ár, og meira að segja höfðu fjöl-örgjafa stýrikefi löngu áður en Apple hafði grunn stuðning fyrir það í stýrikerfinu sem fyrst kom með OS X. T.d. þegar ég fór á vinnumarkaðinn f. 3 árum þá var mér úthlutað tveggja örgjafa P-II vél. (ATH 3 ár síðan, og þetta var ekkert nýtt á nálinni þá)
Það er jú rétt að 2ja örgjafa móðurborð hafa ekki fengist fyrir P4 (síðast þegar ég vissi amk), en það er ekkert mál að fá móðurborð f. 2 AMD (notar AMD MP í stað AMD XP) kubba og 2 P III.
Einnig þar sem þú talar um hraðari kerfisbrautir, þá er sorglegt að vera að nefna það mál, því kerfisbrautirnar hafa verið töluvert eftirá markaðnum í öllum Apple vélum síðustu ár.
Það að makka notendur stingi hausnum í sandinn og reyni að sannfæra sig um að hlutirnir séu í lagi (hvað varðar að halda í við Harware þróun) er hið versta mál, því það er ekki hvetjandi fyrir Apple til þess að þeir taki sig á og lagi sín mál.