Í gærkvöldi ákvað hún að frjósa þannig ég þurfti að slökkva á henni með því að halda power takkanum inni, svo þegar ég kveikti aftur á henni kom bara blár skjár með skjalarmerki eitthverju á og spurningarmerki. Las að það þýddi að talvan fann ekki system folderinn eða eitthvað svoleiðis, var sagt að restarta henni með því að halda inni option og power takkanum en hún bara slökkti á sér og ég þurfti að kveikja á henni sjálfur og þá kom bara sama draslið.
Þarf að skila ritgerð og fleiru eftir 3 daga og er með nokkra klukkutíma af efni sem ég þarf að klippa og +10gb af tónlist, HJÁLP?
D :
Bætt við 12. október 2010 - 16:37
Þegar ég segi skjalarmerki meina ég svona í laginu eins og folderarnir í tölvuni nema bara dökkblár..
Stjórnandi á /hjol