Þar sem ég er að fara út í nám og vantar nýja tölvu hef ég ákveðið að láta Macbook vélina mína fara.
Vélin er s.s. 4 ára gömul hvít Macbook 13,3", 1.83Ghz Intel Core Duo. Hún var 60 gb en harði diskurinn hrundi um daginn svo ég lét skipta um hann, setti stærri disk og stækkaði minnið í leiðinni. Tölvan er því með 120GB disk og 1,5gb í minni (var 512mb). Einnig er ég búinn að láta setja Mac OS X 10.6.4 Snow Leopard upp á hana. Hún er því heldur hraðvirkari en hún var þegar ég keypti hana.
Hún er 4 ára gömul en er í fínu standi og virkar vel, fyrir utan batteríið, en það er farið að gefa sig sem er víst eðlilegt fyrir þessar tölvur. Það sér svolítið á tölvunni, rispur og því umlíkt, en ekkert stórvægilegt.
Tölvan kemur með hlífðartösku og straumgjafa. Þegar hún selst kemur hún alveg straujuð með Mac OS X 10.6.4 stýrikerfinu uppsettu.
Ef þið viljið myndir af tölvunni skuluð þið endilega senda mér línu á danielsmari@gmail.com.
Ég var að hugsa um að setja ca. 50.000.- á hana en skoða öll tilboð!!! Það er stutt í að ég fari út svo ekki vera hrædd við að hafa samband og skjóta að mér tilboðum.
Ef þið viljið gera mér tilboð er ykkur velkomið að hringja í mig í nr. 846-3465 eða senda mér tilboð á danielsmari@gmail.com.
Bætt við 14. september 2010 - 19:05
Tölvan er seld.