Ég var að velta fyrir mér hvort þið gætuð nokkuð gefið mér einhverjar upplýsingar með svona köstum og göllum við að kaupa mac í Bandaríkjunum?
Hef heyrt að það sé eh annað volt dæmi þarna úti en hér, en þarf þá ekki bara að kaupa nýtt hleðslutæki?
Er eitthvað sem maður þarf svona nauðsynlega að vita með að kaupa tölvuna út í USA?
Ég komst líka að þessu með 1 árs alheimsábyrgðina en það væri 2 ára ábyrgð ef hún væri keypt hérna heima… Finnst ykkur það skipta miklu máli?
Er bilunartíðnin ekki mikið minni á þessum apple tölvum, en aftur á móti mun dýrara að gera við þær? og því spyr ég, er það þess virði?
Ég er orðin dauðleið á PC tölvunni minni, hún hrundi seinasta sumar og þurfti að skipta um móðurborð og þá var hún bara 2 ára gömul… og nú er hún 3 ára og er bæði treg, hávaðasöm, engin battery ending og bara hundleiðinleg… Mig vantar netta og þægilega tölvu í skólann svo ég held að mac sé málið.
Væri fínt ef einhver gæti séð sér fært um að svara sem fyrst, þar sem tækifærið til að kaupa tölvuna í USA er aðeins í nokkra daga í viðbót… :)