Þarf að fara að endurnýja fartölvuna mína og er þá svo gott sem búinn að ákveða að ditcha pc og fá mér mac.
Er bara í vandræðum með að ákveða mig hvort ég eigi að splæsa í macbook pro (tel mér alltaf trú um að ég þurfi að eiga allt sem er “pro”) eða hvort venjulega macbook sé alveg nógu góð.
Ég er búinn að skoða spec muninn á hinum og þessum macbook og pro tölvum, og ég er ekki alltaf viss hvort hann sé þess virði.
Er einhver annar munur á þeim sem kemur ekki endilega fram á svona tölulegum specs?
Finnst ykkur munurinn þess virði, og hvað er það þá sem þið eruð að gera við þessar tölvur sem gerir það þess virði?
Fyrirfram þakkir fyrir svörin. :-)