Í nóvember á síðasta ári keyptum við okkur MAC OS eitthvað… Borðtölvu. Nú erum við bæði að fara í skóla og þá var ég spurð að því hvort það verði ekki vesen með Mac? Hvort maður geti ekki opnað windows fæla eða eitthvað… Ég bara spáði ekkert í þessu og veit ekki neitt. Ástæðan fyrir því af hverju við fengum okkur Mac var bara vegna þess að við vorum orðin hundleið á að PC tölvurnar okkar voru alltaf að bila og okkur vantaði bara eitthvað sem virkar og endist vel, auk þess sem þær taka lítið pláss og eru flottar svo þessi talva er því mjög hentug í okkar litlu íbúð.
Anyways, gæti ég lent í einhverjum vandræðum og hvað get ég gert þá? Veit að margir eru með Windows í tölvunum líka en okkar kerfi hundi svo það er ekkert hægt að setja það inní, nema þá kaupa nýtt Windows sem kostar örugglega sitthvað… Ég keypti iWork um daginn og hélt að ég væri bara góð þá.