Ég gæti vel verið seinn á ferð hér en læt þetta flakka engu að síður.
Mac tölvur eru líka PC þar sem PC stendur fyrir personal computer. Hinsvegar þá er Windows vissulega tregt eins og þú segir og ef þú fílar MacBook þá skaltu endilega skella þér á eitt stykki.
Aftur á móti ef Inspiron tölvan er ekki orðin gömul eða algerlega úrelt þá geturu prufað að setja upp Ubuntu á hana og séð hvort þú fílar það. Ubuntu er hægt að breyta þannig það líti út nánast nákvæmlega eins og MacOS, þetta yrði því töluvert ódýrari kostur fyrir þig heldur en að stökkva beint á MacBook. :-)
Bætt við 10. ágúst 2010 - 17:36 Og já, Ubuntu kostar ekkert, þú getur downloadað því fullkomlega löglegu og án endurgjalds á
http://www.ubuntu.com/