ég er búinn að fá hana til að tengjast ( með 6 ára gömlu utanáliggjandi módemi) málið er að ég er með eldgamla útgáfu af eudora ( þá fyrstu ) og engan vafra, en eudoruna ætlaði ég að nota til að downloda nýrri útgáfu af netscape og eudoru.
ég hef stillt eudoruna eins og leiðbeiningarnar frá strik.is segja ( pop3 og það allt rétt stillt að ég held)
en þegar ég tengist og vel check mail kemur villan unable to locate mail.strik.is.
ég náði mér í annan mail client sem var ekki stærri en svo að hann kæmist á floppy því makkinn er ekki með cd, en það forrit segir líka það sama “unable to locate mail.strik.is”
Hvað er að ?? Á einhver netscape og eudoru á floppy
ef ég tala við Tæknival benda þeir mér á þjónustusímann þeirra ( 66.50 mínútan ) eða að koma með vélina (lágmark 3650kr)
þannig að ég vil ólmur gera við hana sjálfur enda fín tölva.
—————————-