Ég lokaði macbook tölvunni minni í gærkvöldi áður en ég fór að sofa og svo í morgun ætlaði mamma að kveikja á henni og þá kom blikkandi spurningamerki á gráum skjá. Ég er búinn að googla þetta í dag og þetta er víst merki um að það finnist ekki harður diskur til að boota tölvunni eða þá að harði diskurinn sé við það að fara/sé farinn. Þegar ég ætlaði svo að kveikja á henni áðan þá virkaði hún fínt, ekkert spurningamerki eða neitt vesen og hún er búin að virka fínt síðan.
Vitiði hvort þetta sé merki um að eitthvað sé í gangi ef þetta gerist bara einu sinni?
Hef reyndar tekið eftir því nýlega að stundum ef ég er t.d. að horfa á mynd eða þátt og loka tölvunni og sofna þá hefur hún slökkt á sér þegar ég vakna.
Hvað er í gangi?
Tölvan er rúmlega tveggja ára og ekki lengur í ábyrgð svo ég get ekki látið þá laga þetta ef eitthvað er að.
Vantar svör STRAX!
You only have ONE life, for gods sake live it!