Hmm..
iBook er nú orðið nokkuð gamalt vörumerki, sem var skipt út fyrir einhverjum árum af MacBook.
Á iBook er ekki hægt að setja upp windows XP, nema með einhverju skítamixi.
Aftur á móti finnst mér nú reyndar mjög ólíklegt að vélin verði eitthvað betri með Windows stýrikerfi. Mac OS X eru skrifuð fyrir þær vélar sem apple gefa út, og ættu í flestum tilfellum að gefa þér betri niðurstöðu en að reyna að skítamixa eitthvað windows á vélina.
Held að það væri nær að uppfæra kerfið á vélinni. Ef þú ert með iBook ættiru að geta farið í Mac OS X Leopard (og svo uppfæra það í botn) en ef þetta er MacBook geturu sett á hana Mac OS X Snow Leopard, sem er nýjasta kerfið frá Apple. en eldri vélarnar (PowerBook, PowerMac, gamlir iMac og iBook) styðja ekki Snow Leopard.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF