ég fór í skóla sem kennir á mac, þoldi þetta ekki fyrst, en eftir eina önn hrundi gamla dell fartölvan mín, í svona 100. skipti, svo ég ákvað að núna nennti ég ekki lengur að vera að vesenast í endalausum formöttum, gagnaafritunum og þessháttar til að tapa ekki skólaverkefnum sem ég var búinn að vinna, svo ég féllst á að prufa að fá mér macbook, því ég var farinn að sjá hvað mac var stöðugt kerfi, því skólatölvurnar voru aldrei með vesen ólíkt flestum skólatölvum sem ég hef komist í tæri við og ég var einnig hættur að nenna að spila tölvuleiki, svo windows hafði í raun fátt að bjóða fyrir mig.
núna er ég búinn að eiga mac-inn minn í tæp tvö ár og er búinn að sjá einn galla, sem er kannski bara vankunnátta mín, en það er að ég kann ekki að eyða forritum almennilega út af tölvunni, forrit sem ég þurfti að prufa fyrst þegar ég fékk tölvuna og forrit sem mig hefur langað að prufa en ekki fundið not fyrir.
svo ég hef einu sinni straujað tölvuna mína bara til að búa til pláss, en það er eitt skipti á tvem árum, á sama tíma var gamla dell tölvan búin að crasha sennilega svona 10-15 sinnum.
einn annar galli sem ég hef tekið eftir, það er það að hleðslutækin fyrir þessar tölvur eiga það til að detta í sundur á endunum, eins og á vel flestum öðrum, en þessi hleðslutæki eru rán dýr en ég hef komist hjá því á mjög einfaldan hátt, ég vef snúrinni aldrei upp (eyðilagði tvö dell hleðslutæki með því, lærði af reynslunni) og ég læt aldrei vera strekkt á snúrunni og það eina sem sér á hleðslutækinu mínu í dag er að það eru nokkrar rispur á straumbreytinum.
í dag bölva ég windows alveg jafn mikið og ég bölvaði osx á sínum tíma, ef ekki meira, því að það er svo margt í windows sem krefst þess að maður þurfi að fara mjög langar leiðir að því, maðan að osx er þetta allt við hendina.
osx hefur þann kost, sem margir kalla galla, að þú getur í raun ekki gert mikið í því, en ég er löngu búinn að prufa að fikta í öllu sem windows hefur að bjóða og ég sakna eiginlega ekki neins, svo að það er bara að mínu mati kostur, að hafa ekki of mikið að fikta í.
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“