Þarna er ástæðan.
Mörg forrit nú til dags eru að nota stýrikerfisfídusa sem komu með útgáfu 10.5, svokallað Leopard, og virka þau því ekki á Tiger, sem er 10.4 úgáfan.
Þú verður því miður að leita að hvort það sé til úgáfa af viðkomandi forriti fyrir Tiger. Stundum er hún ekki til og þá er það bara svekkelsi.
Einnig, þar sem þú ert að keyra Tiger, þá finnst mér líklegt að þú sért að keyra á gamali tölvu sem er með PowerPC örgjörva, en Apple skiptu um örgjörva sem þeir keyra á fyrir 3 árum og eru núna að keyra á Intel örgjörva eins og velflestar PC vélar í dag. Þetta þýðir það þurfti að breyta fortitunarkóða til að fá þau til að virka á þeim og eru sum forrit ií dag bara skrifuð fyrir Intel og virka ekki á PowerPC. Ef þú sérð merki á síðu forritsins sem segir Universal Binary þá virkar það á báðum örgjörvatýpum :)