Ég er forvitinn að vita hvort það séu einhverjir sem nota Linux á makka (eða hafa áhuga jafnvel)
Ég er sjálfur með WallStreet Powerbook G3 keyrandi Debian Linux og eina oldschool pmac7200 (fyrsti PCI makkinn skilst mér, hún er að vinna fyrir kaupinu sem router og firewall á adsl tengingunni minni at the moment)
Einnig er ég með eldgamla MacClassic en það virðist sem að linux kernellinn getur ekki runnað á fyrstu 68k örrunum, aðeins seinni týpunum eins og LCII, Centris og þannig skemmtilegheitum.
Ég er samt hellbent á að fynna not fyrir þá vél.
Það væri gaman að heyra hvað aðrir eru að keyra :)
||monkey||