Um daginn ætlaði ég að setja geisladisk í itunes í tölvunni minni og diskurinn var í kannski svona hálfa mín í tölvunni en fór svo bara út aftur. Ég pældi ekkert mikið í þessu, en þegar ég ætlaði að prófa að setja einhvern annan disk í svolítið seinna gerðist það sama, og ég er búin að prófa nokkra aðra diska og alltaf gerist þetta. Diskurinn fer inn, snýst í smá tíma og fer svo bara aftur út, það kemur ekkert á desktopið og ekkert gerist í itunes. Hef margoft sett geisladiska áður í tölvuna en aldrei neitt svona gerst.

Veit einhver hvað þetta gæti verið ?
Er í macbook ef að það breytir einhverju.
:-)