Ég er með svarta Macbook tölvu sem er ný formöttuð og með nýjum hörðum disk. Vandamálið er hinsvegar það að Airport getur ekki tengt mig við þráðlausa netið heima hjá mér vegna einhverrar ástæðu. Það hefur reyndar tekist einu sinni, hún finnur routerinn (tenginguna) mína af og til og þegar ég reyni að connecta þá kemur bara connection timeout. Ég er með annan laptop hérna sem er ekki mac og hún flýgur inná netið eins og ekkert sé. Það virkar fínt að tengja snúru á ethernet en ekki gegnum Airport þráðlaust. Af einhverjum ástæðum finnur hún netið og svo hverfur það mjög fljótlega ? Veit einhver ráð við þessu?..
Ég kemst á netið alveg upp við routerinn en ekki lengra en 3-4 metra frá honum. Samt sem áður kemst eldgömul dell laptop tölva inn á netið allstaðar? HVAÐ ER AÐ? haha Hjálp!
Með fyrirfram þökk..