Ég er með svarta MacBook tölvu sem er með nýjum hörðum disk og nýju batteríi en ég á í vandræðum með að hlaða batteríið. Ég get notað hana þegar hún er tengd við hleðslutækið og fær hún straum en virðist ekki hlaða batteríið. Staðan á batteríinu eru 4% og helst þannig þegar henni er stungið í samband.
Kann e-r ráð við þessu vandamáli
með fyrirfram þökk.
Bætt við 6. desember 2009 - 19:26 Þess má geta að græna ljósið á hleðslutækinu (magsafe) er dauft.