hér er grein úr mbl.is þann 23/02 2002
“Svo virðist sem nýjustu afurð Apple-fyrirtækisins, iMac-tölvunni, sé vel tekið meðal tölvunotenda, ef marka má viðbrögð á vefsvæðinu amazon.com. Tölvan, sem fór í sölu 13. febrúar, seldist upp á innan við fjórum klukkustundum. Amazon segir að aldrei fyrr hafi tölva fengið jafngóðar viðtökur, en 10 af 25 vinsælustu far- og borðtölvum sem eru til sölu á vefsvæðinu eru frá Apple. Ekki er loku fyrir það skotið að Apple muni selja um 1,3 milljónir iMac á þessu ári.
Ekki eru komnar neinar sölutölur sem staðfesta vinsældir iMac, en greiningafyrirtækið NPD Techworld, er ekki sagt búa yfir nægilegum gögnum til þess að greina frá því hve mikið hefur selst af tölvunni, að því er fram kemur á cnet.com. Hins vegar er haft eftir Don Young, sérfræðingi hjá greiningafyrirtækinu USB Warburg, að mikil eftirspurn sé eftir iMac-tölvunni. Það sama segir Mark nokkur Specker, hjá SoundView Financial Group, sem telur að Apple muni selja um 1,3 milljónir iMac á þessu ári. Apple, sem ekki hefur greint frá áætlunum sínum á árinu, hefur hins vegar sagt að það hafi fengið 150 þúsund pantanir í janúar, áður en vélin kom á markað.
Gert er ráð fyrir að þrjár tegundir iMac-véla verði settar á markað nú; ein með 800 MHz örgjörva og tvær með 700 MHz örgjörva. Meðal annars er hægt að fá iMac-tölvu með 15” skjá, 800 MHz örgjörva, 256 Mb vinnsluminni og 60 GB hörðum diski. Einnig býr sú tölva yfir SuperDrive sem gerir notendum kleift að brenna DVD-diska (DVD-R/CD-RW). Gert er ráð fyrir að vélin muni kosta 255.900 krónur þegar hún kemur til landsins. Þá er iMac með 700 MHz örgjörva og Combo-drifi sem er sagt sameina DVD-drif og CD-RW-geisladiskabrennara. Þá verður önnur iMac með 700 MHz örgjörva sett á markað, en sú verður meðal annars með CD-RW-geisladiskabrennara. IMac fer í sölu hér á landi í mars."
Nú er að vona að verðið fari nú ekki að rjúka upp vegna þessa eða að henni seinki og mikið.