1. Í fyrsta lagi þá var ég að reyna að update-a tölvuna en barinn fer bara nokkra millimetra og stöðvast svo. Það lítur út eins og sé enn verið að update-ast en ég hef skilið hana eftir í rúman klukkutíma og ekkert hefur hreyfst.
2. Um daginn þegar ég kveikti á tölvunni var allt sem venjulega er hvítt orðið bleikt. Liturinn dofnaði á næstu klukkutímum en þetta var frekar undarlegt…
3. Tölvan hefur verið mjög hæg nýlega og browserarnir (bæði Safari og Firefox) alltaf að krassa eða bara frjósa í nokkrar mínútur og virka svo aftur.
4. Tölvan hefur hætt að geta slökkt á sér eða restartast. Iconarnir á desktopnum hverfa og barinn efst uppi en ekki á tölvunni eða skjánum eða neitt..
5. Og síðast en ekki síst þá er geisladiskur fastur inn í diskadrifinu. Ég setti hann inn eins og venjulega þegar ég ætlaði að skrifa disk en svo er ekki hægt að taka hann út aftur. Það heyrist í diskadrivinu eins og vanalega þegar maður er með disk inní en diskurinn fer ekki út.
Ef einhver hefur hugmynd um hvað er eiginlega í gangi með tölvuna mína þá má sá hinn sami endilega láta mig vita! Ég fæ engin önnur svör frá vinum mínum önnur en “Makki er rusl” “Ég kann ekki á þetta” “Hentu henni og kauput alvöru tölvu”… svo að ég ákvað að athuga hvort fólk væri ekki aðeins þroskaðara hér inná.
Takk kærlega fyrir hjálpina ef þið getið!!
Shadows will never see the sun