Ég er að spá, einn félagi minn var að klippa eitthvað og hann kann ekki að setja það á DVD.. Ég kann alveg að brenna það sem ég klippi á DVD.. Geri það í final cut studio… en hann klippti þetta á PC þannig þetta er ekki .mov fæll heldur .avi eða .mpeg eða eitthvað..

Getur iDVD ekki alveg skrifað hvað sem er?
Ég er ekki heima hjá mér alveg núna til þess að prufa þetta en væri til í að geta svarað honum um hvort ég geti gert þetta fyrir hann.
Verð samt kominn heim eftir klukkutíma, er bara svo óþolinmóður að vita allt.
Cinemeccanica