Ástæðan fyrir því að það er ekki hægt að gera þetta nema með því að ná í tilþessgerð forrit er sú að það getur skemmt skjáinn. Ef þú hefur verið að vinna, eða ert að vinna í einhverju svona semi-þungu, þá hitnar örgjörfinn og skjákortið. Á MacBook Pro tölvunum er inntakið fyrir viftuna þar sem hátalagrindurnar eru og loftfæði um þær minnkar gríðarlega við það að loka tölvuni. Það getur bæði leitt til þess að tölvan oftitnar og hitiin hrá henni fer upp og að skjánum. Skjáir þola ílla hita og endingartími þeirra lækkar töluvert við það að hitna.
Ég held að þetta sé ekki ósvipað á MacBook, svo að ég myndi ekki mæla með því að meinn noti þetta. Frekar bara að setja á hotcorner sem slekkur á skjánum og halla henni í 30 gráður.
Varðandi kennaravandamálið, þá geturu stillt tölvuna þannig að hún loggi þig ekki út þó að þú farir í sleep.