Jæja.
Sko, í fyrsta lagi þá er það afar heimskulegt að taka batteríið úr til að slökkva á tölvuni. Það getur beinleiðis eyðilagt tölvuna.
Síðasta neiðarúrræði, þeger allt er frosið og ekkert virðist virka er að talda niðri Power takkanum í uþb. 10 sec. Þá slekkur tölvan á sér.
það sem hefur líklega gerst er að þegar þú tekur strauminn af tölvuni, þá ruglast einhverjir fælar á harðadisknum sem veldur því að hún getur ekki lesið af honum almennilega og þar af leiðandi ekki startað sér.
Það fyrsta sem mér dettur í hug er að henda disk permission repair á þetta.
Til þess að gera það þarftu að taka diskinn sem þú notaðir til að setja upp stýrikerfið sem er á tölvuni, eða diskinn sem fylgdi með vélini þegar þú keyptir hana og vera með hann tilbúin við tölvuna.
Síðan kveikir þú á tölvuni en heldur um leið option takkanum (
takkinn við hliðina á takkanum með apple merkinu og það stendur alt á honum) inni þangað til að það byrtist grár skjár.(þá áttu að sleppa takkanum)
Núna seturu diskinn í tölvuna og bíður eftir að hann kemur upp.
Þú velur diskinn með því að nota örvatakkana og svo ýtiru á enter til að staðfesta.
Þá startar tölvan þín upp frá disknum og ætlar að fara að setja upp nýtt stýrikerfi á tölvuni.
Það byrtist líklega gluggi og þú átt að ýta á “continue” eða “ok” eða “next” þangað til að þú sérð menu barinn uppi á skjánum. Líklega þarftu bara að ýta á continue/og/next einu sinni eða tvisvar.
Í menu-barnum ætti að vera valmöguleiki sem heitir “Utilities”. Þú klikkar á hann og velur “Disk Utility úr drop-down menuinu.
Þá ætti að opnast nýr gluggi með forritinu Disk Utility.
(Ef þú getur af einhverjum ekki ýtt á ”Utilities“, af því að það er svona ljósgrátt eða eitthvað, ýttu þá aftur á continue/ok/next. Ef það virkar ekki þá skaltu ekki halda áfram heldur segja mér nákvæmlega hvað er að gerast á skjánum hjá þér.)
Nú í Disk Utility þá veluru harðadiskinn í tölvuni þinni úr barnum til vinstri, hann heitir líklega MacBook HD.
Þá ættu að koma upp takkar rétt hægra megin við barinn til vinstri, frekar neðalega, sem heitir ”Vertify Disk Permissions“. Ef þú getur klikkað á hann, gerðu það þá. Þá ætti tölvan að fara að vinna eitthvað og það getur tekið alveg 5 mín uppí hálftíma. Leyfðu henni að klára það. Þegar það er búið þá klikkaru, ef það er hægt, á ”Repir Disk Permissions“. Það er sama ferli og þegar það er lokið þá klikkaru á ”Vertify Disk“ sem er takki hægra megin á glugganum. Þá ætti það sama að gerast og þegar því er lokið þá ættiru að geta ýtt á ”Repair Disk“.
(Ef þú getur ekki klikkað á einhvern af þessum tökkum, þá klikkaru bara á næsta. Einnig gætiru fengið villumeldingar og annað slíkt. Þá veluru bara continue/ok og heldur áfram.)
Nú þegar tölvan er búin með það ferli að laga diskinn, þá slekkuru bara á tölvuni með reglubundinum hætti, ferð í apple merkið í menu-barnum og velur ”Shut Down".
Að lokum kveikiru á tölvuni aftur eins og þú gerir venjulega og sjáðu hvort hún virki ekki eins og hún á að gera.
Þetta lítur kannski út fyrir að vera ægilega flókið, en er það ekki í raun.
Fylgdu bara skrefunum og ef eitthvað klikkar eða fer úrskeiðis þá skekkuru bara á tölvuni með eðlilegum hætti.
Vona að þetta hjálpi eitthvað,
með kveðju,
Zorix.