þetta er reyndar á svipuðu leveli og PhotoShop en opnast alveg um leið og maður smellir á það (í staðinn fyrir 20 mínútna bið í PS). Eina sem böggar mig við þetta er stækkun og minnkun á stærð canvas og svo er þetta í tómu tjóni ef maður ætlar að vinna eitthvað með texta. Annars 100%
Ég ætla að segja að það sé hægt, en fyrir mig er langauðveldast að gera svoleiðis í PhotoShop. Það er enginn airbrush í Seashore (enn sem komið er a.m.k.) svo maður verður að nota Rub (puttannn) áhaldið til þess að blanda litum. Getur komið helvíti vel út samt. :)
Ég náði í SeaShore í þeim tilgangi að teikna Púkalandsmyndasögurnar með því, en það reyndist vera erfiðara og flólknara en í PhotoShop svo ég er enn við sama heygarðshornið í dag. :P
Annars er PhotoShop svona um 30 - 45 sek að ræsa sig á PowerBook 15" 1.5 GHz lappanum mínum… en sama útgáfa af PhotoShop (CS2) með sömu brushes og do-hickies á dual core 2.2 GHz intel iMac vélinni úti í vinnu er mun lengur af stað eða á milli 1:00 og 1:30 (alveg hræðilegt!). Samt held ég að ég fari alveg jafnvel með þær báðar hvað varðar Repair Permissions og þess háttar uppihald. -Átti reyndar eftir að gá hvort iMakkinn sé að keyra CS2 með Rosetta sem gæti útskýrt þetta að eitthverju leiti, en ég held að CS2 sé universal.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..