Það fer svona pínu eftir því hvar þú ætlar að spila/skoða innihald disksins. Ef þú ætlar bara að nota diskinn í tölvum, þá geturu bara notað Finder, en ef þú villt td. spila tónlistina á geislaspilara, sem flestir eru/voru ekki með mp3 stuðning, þá verðuru að nota iTunes.
Það er eins með video/bíómyndir, flestir DVD spilarar geta ekki lesið mp4 beint af disk og til þess að það sé hægt þarf að nota ákveðin forrit til að brenna videoin á diskinn. Það tekur mikið meira pláss en annars, og það kemmst minna fyrir á disknum, sem skilar sér annað hvort með gæðatapi eða stittingu á efninu.
Þannig að ef þú ætlar bara að lesa efnið í tölvum, þá seturu bara auða diskinn í, dregur fælana sem þú vilt brenna á diskinn og ýtir á ‘Burn’.