ég er mikið að spá í MacBook eða MacBook Pro, hef aldrei notað Mac, en er orðinn þreyttur á Windows. langar að prófa eh nýtt.
er hægt að fá eins og með Dell tölvurnar svona eins og dockustand sem væri þá væntanlega tengdur í Firewire? Með slatta af USB og kannski eitt FW 400, minniskortalesara og eh fleira?
Ég fékk svona með PowerBook fartölvunni minni. Standur sem heldur tölvunni í halla, heldur auka lyklaborði, snýr viftu undir tölvunni sem kælir hana. Svo er USB fjöltengi á þessu líka. Þetta fékkst í Pennanum við Hallarmúla á sínum tíma og gæti vel verið að það fáist þar enn. Þessi dock var vissulega hönnuð með Windows tölvur í huga, en hún passar fínt fyrir tölvuna mína að öllu leyti nema einu: Það er ekki gert ráð fyrir því að geisladiskarnir séu teknir inn að framanverðu, svo ég verð að lyfta henni um 0.5 cm þegar ég er að setja diska í hana og taka úr henni.
Það hefur aldrei verið minniskortalesari innbyggður í Apple vélarnar, en þeir fást mjög góðir utanáliggjandi á um 1.500 kall hingað og þangað hvort sem er.
Á MacBook Pro er 1 FireWire 400 og 1 FireWire 800 tengi. Svo er Express rauf á þeim sem þú getur notað til þess að bæta við nokkrum tengjum eins og 2 auka FireWire 800 eða minniskortalesara eða eSATA tengi (3Gbps gagnaflutningshraði!), Flash drif, sjónvarpskort o.fl.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..