Er batteríið pottþétt í og rafmagn inn á því? Ef ekki er tölvan í sambandi við rafmagn?
Það er skuggalega oft sem fólk klikkar á einhverju svona beisik og það segir lítið um gáfnafar fólksins, ekki taka þessu illa ;)
Þetta fór að gerast á tölvunni minni gömlu þegar hún var orðin 3 ára og batteríið ansi lúið, þá gat ég stundum ekki kveikt á henni. Ég hringdi í Apple og þetta er víst algengt þegar batteríin eru gömul og þau benntu mér á einfalt trikk til að endurræsa eitthvað “configuration” eða álíka tölvujargon sem átti semsagt að fá tölvuna til að kveikja á sér. Málið er að ég man ekki hvernig þetta var, þetta var eitthvað takka kombó sem átti að halda inni meðan ýtt er á power takkan. En ég man að ég fann lausnina á internetinu, minnir að það hafi verið á Support foruminu hjá apple.com, annars bara google.