Hæ
iPod touch hefur þráðlaust netkort, sem virkar alveg eins og þráðlaust netkort í fartölvum.
Til að tengjast við Hive-Wireless þarftu örugglega að stimpla inn WEP key sem er oftast skráður undir routernum sem þú ert að reyna að tengjast við.
Ef þú ert að reyna að tengjast inn á bókasafni getur verið að þú þurfir að fá WEP key hjá bókasafnsverði eða þeim sem hefur umsjón yfir nettengingunni.
Þar sem þetta virkar nákvæmlega eins og þráðlaust net í fartölvum, er enginn aukakostnaður við að fara á netið í ipod touch. Routerinn sem þú tengist að öllum líkindum við er sítengdur internetinu, ipodinn er bara eins og önnur tölva :)
Vona að þetta hjálpi