sælir.
eins og fyrirsögnin segir, þá er iMac-inn minn farinn að hægja verulega á sér. Ég sé þetta best hvað finderinn er lengi að sýna innihald hverrar möppu.

iMacinn minn er 2,8ghz - 4GB vinnsluminni - 500 GB geymsla - leopard OSX - keypt í lok 2007.

Hvað get ég gert til að ná fyrri hraða?
Ég er búinn að losa um 200 GB á harða disknum.
Ég er búinn að renna “mainmenu” nokkrum sinnum á allt draslið?
Þarf ég að kaupa e-ð defragment dæmi af netinu?

Ég er doldið að nota “Logic studio 8” (allan pakkann), getur verið að fullt af hálfkláruðum lögum sé að hægja svona á maccanum mínum.

Endilega hellið úr viskubrunnum ykkar, með ráð til að auka hraðann, því að brunnurinn minn er tómur;)

kv gunni
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~