Ég keypti mér Spore leikinn um daginn og er að reyna að setja hann inn á MacBook Pro tölvuna.
Diskurinn kemur á desktoppinn og ég klikka á hann, Gluggi opnast með Icon-i og fyrir neðan það stendur “Spore Installer”, (mynd fylgir með)
Ég klikka á það en ekkert gerist.
Ég sé líka að bakgrunnurinn sem á að koma fyrir aftan iconið nær ekki að koma skýr fram sem gefur auðvitað til kynna að eitthvað er ekki eins og það á að vera.
Veit einhver hvað þetta gæti verið?
Er að verða frekar pirraður á þessu.
Ég get reyndar spilað hann á Dell ferðatölvu sem ég er með hérna en reyndar er frekar skrítið hvernig hann virkar á henni. Ég næ einhvernveginn ekki að setja leikinn beint inn á hana að er virðist. Verð alltaf að opna diskinn í My computer og finna lunchinn þar til að komast í leikinn.
Allavegana, vona að ég hafi gert mig skiljanlegan og að einhver viti hver vandinn er.
Takk takk.
Grétar Örn Eiríksson | grafískur miðlari | www.grafiskhonnun.is