En þetta fer vissulega bara eftir því í hvað þú ætlar að nota tölvuna.
Ég get sagt þér ástæðurnar fyrir því að ég valdi MacBook Pro.
Undanfarin ár hef ég átt HP NX5000 tölvu og verið mjög ánægður með hana að öllu leyti nema því að mér fannst hún hlunkur. Þannig að ég fór að horfa á minni tölvur ásamt því að veita Macanum áhuga, vegna hönnunar á tölvunni og gæða innihaldsins.
Þannig að ég fór að hugsa hvað hef ég efni á að kaupa dýra tölvu? Og sá framm á það að miða við þá vinnu sem ég var í á þeim tíma sem ég byrjaði að hugsa um uppfærslu hefði ég ekki efni á að kaupa MacBook þó svo að hún væri í lélegri kantinum fyrir það sem ég ætlaði að nota hana í.
Ég nota tölvuna mína mest í þrá hluti. Skólann, glósa og allt það venjulega sem skólinn þarfnast, sem sagt engin áhersla á gæði tölvunnar þannig séð. Netið, bara að hafa hana ekki mjög hægvirka í meðallagi hraða, þetta uppfyllir enn þá gamla tölvan mín sem og MacBook ódýrasta gerð. Svo í þriðja lagi nota ég tölvuna í myndvinnslu og umbrot á blöðum/tímaritum. Þannig að þar fór ég að þurfa aðeins öflugri tölvu en MacBook.
Þá fór ég að horfa á MacBook Air sem var svona að slefa það að geta verið í númer þrjú, en hún var lítil og nett. Einmitt það sem ég var að hugsa af því að ég var orðinn leiður á “flikkinu” mínu. Svo ég var endanlega ákveðin. En þá keypti bróðir minn sér MacBook Pro og ég fór að skoða hana, þá komst ég að því að hún er alls ekki stór miða við jafninga já markaðnum. Hún er nefnilega ótrúlega nett miða við að hafa 15,4" skjá.
Þannig að já, þessvegna endaði ég svo á MacBook Pro, reyndar spilaði stórt inn í þetta að ég fékk vinnu sem gaf betur af sér en eldri vinnan. Svo eg gat framkvæmt þetta án lána og vesens.
Vona að þetta hjálpi.