Well, að þurfa ekki að brasa með vírusvörn og annað slíkt er auðvitað góður kostur.
Gætir fengið þér office pakkann, en persónulega fékk ég mé iWork (sem að er sambærilegur pakki, nema frá apple) sem er helmingi ódýrari, og gerir það nákvæmlega sama fyrir mig og office pakkinn gerði, nema á þægilegri hátt að mér finnst. en gæti verið að iWork dugi ekki fyrir “lengra komna” wordnotendur.
en myndi í þínum sporum prufa báða pakkana (fá þá “lánaða” af netinu) áður en þú kaupir (og myndi frekar eyða viku í að venjast iWork heldur en prufa bæði, og stökkva a office því hann er kunnulegri)
Transmission fyrir torrent, Adium fyrir MSN (skype eða aMSN ef þig vantar að nota webcam)
Það fylgja náttúrulega með iLife pakkinn, sem inniheldur fínt basic mynd-, hljóð- og kvikmyndagerðarforrit.
Svo finnst mér spennubreytirinn á Mac fartölvunum kostur, hann er festur í með segli, þannig að ef að þú ert með tölvuna á borði, og einhver labbar á snúruna þá fýkur tölvan ekki í gólfið ;) (þó svo að segullinn losni við smá hnjask, þá helst hann alveg ef að það er ekki verið að fíflast í snúrunni, svo þarft ekki að hafa áhyggjur af að þetta haldist ekki í sambandi)
Svo er stýrikerfið bara þægilegra, Trackpadinn á apple tölvunum er að mínu mati þægilegri en á öðrum tölvum, tölvurnar sjálfar líta mun betur út.
Finnst sleep fítusinn í makkanum margfalt skemmtilegra en það sem ég hef séð á windows (ég slekk aldrei á tölvunni nema ég sé að fara að nota hana ekki í meira en 24 tíma, svæfi hana (loka henni) alltaf bara).. þú bara lokar tölvunni, og opnar hana of oftast er myndin komin á skjáin innanvið 1 sek (þarf ekki að fara í hybernate, og bíða eftir að það gerist, og loka svo tölvunni, og svo þegar þú opnast þarftu að horfa á hybernate screeninn í nokkrar sek), þannig að það getur þessvegna tekið þig svona 10 sek að taka tölvuna úr töskunni og opna skjal úr síðasta tíma.
góður kostur í skóla ;)
Vill btw. benda á að það eru orðrómar á reiki um að það sé verið að fara að uppfæra macbook línuna í september
mæli með að kíkja á buyersguide.macrumors.com, þeas nema þig vanti tölvuna ASAP. ef þú hefur möguleika á að bíða örlítið myndi ég allavega skoða það
Sannfærandi :)?
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF