Pabbi splæsti á mig nýjum póða (classic 80GB) í afmælisgjöf þegar við fórum í gegnum fríhöfnina um daginn. Allt í fínu með það, nema ég tók eftir tvennu þegar ég var að hlusta á hann um helgina. Sumir diskar raðast ekki rétt á honum - lögin koma ekki í réttri röð þó þau geri það á iTunes. Raunar, þegar ég pæli í því, þá gera þau það heldur ekki á gamla póðanum, sem er 2004 módel. Þar af leiðandi er ekki hægt að hlusta á diskana í réttri röð án þess að vera sífellt að taka hann upp og skipta um lag, sem er vesen og hefur ekki sömu upplifun, t.d. á diskum sem hafa ekkert hik á milli laga.
Hitt vandamálið er að sum album coverin virðast ekki vilja færast yfir á póðann úr iTunes. Svosem ekkert stórvægilegt og minna mál en hitt, en asnalegt samt og greinilegt að það á ekki að vera svona.
Kannast einhver við þessi vandamál og kann jafn vel lausn þar á?
Peace through love, understanding and superior firepower.