MacBook til sölu
Sælir,
Hef ákveðið að selja MacBookina mína… ætla að kaupa mér iMac, er ekki að nota fartölvuna sem fartölvu.
http://www.everymac.com/systems/apple/macbook/stats/macbook-core-2-duo-2.16-white-13-mid-2007-specs.html
Keypt 4. September 2007 í USA, svo hún er með Bandarísku lyklaborði, en það eru íslenskir límmiðar hannaðir fyrir MacBook á lyklaborðinu.. Flutt inn (ekki smygluð), get vonandi fundið nótuna fyrir því. Nótan af tölvunni sjálfri fylgir að sjálfsögðu. Það er eins árs ábyrgð á henni, gildir til 4 September 2008. Uppfærði minnið í 2gb og er með nýinnsettu Leopardi (innan við vika síðan). Get sett inn hreint Leopard ef kaupandi vill. Tölvan er í mjög góðu ástandi, sést ekki á henni. Harðidiskurinn bilaði fyrir um mánuði, kom úr viðgerð fyrir viku. Þeir settu nýjan 120gb harðadisk í hana. Nett Incase taska fylgir, og líka “sleeve” taska sem er hönnuð fyrir MacBook Air en passar alveg á þessa. Svo auðvitað hleðslutækið með bæði evrópskri og amerískri kló (svona stykki sem maður setur á hleðslutækið) og IR fjarstýring. Hún fer á 90þ. Hafið samband á siggi@siggifly.net
Bætt við 17. júlí 2008 - 18:03
Getur einhver stjórnandi lagað myndina?