Stóra spurningin er: Ertu með Intel Makka eða Power Makka (eldri vél)?
Ef þú ert með Power Makka, þá er Virtual PC eina leiðin sem ég veit um, en Virtual PC keyrir Windows í glugga í tölvunni þinni og allt sem þú gerir í Windosinu þarf tölvan að kóða þannig að Power Mac örgjörvinn geti unnið úr því - mikill hraði tapast í ferlinu… Ef þú ert t.d. með G4 PowerBook sem að hefur 1.5 GHz örgjörva, þá ertu að keyra Windos í henni með Virtual PC á svona 400 MHz hraða max.
Bootcamp og Parallels Desktop eru síðan forrit sem að virka bara á Intel Mac vélum, þá ertu að keyra Windosið með litlu eða engu hraðatapi.
Þegar þú notar BottCamp, þá þaftu að slökkva á tölvunni og ræsa hana upp í Windos módi og endurræsa hana svo aftur til að nota Makkann, en Parallels Desktop leyfir þér að keyra bæði Windos og Mac OS í einu.
Svo er það nýjasta forritið sem ég væri hvað spenntastur fyrir ef ég væri æstur í að menga Makkann minn með Windos:
http://www.vmware.com/products/fusion/