Það er svo mikið sem hefur áhrif í þessu annað en deilendafjöldinn.
Hraðinn ræðst mikið til líka af því hversu margir eru að sækja og ef það eru mjög margir að sækja getur það bæði haft góð og slæm áhrif á hraðann hjá þér. Ef það eru 40 að deila og 500 að sækja, þá færðu mjög mjög mjög lítinn hraða frá deilendunum, en góðan hraða frá sækjendunum… en helsti gallinn er sá að þeir hafa náttúrulega ekki alla skránna svo sá hraði fleytir þér bara X langt inn í downlódið.
Það hefur líka mikil áhrif hvort þú sést bakvið eldvegg (passive) eða ekki og einnig hversu stór hluti þeirra sem þú sækir frá eru passive ef þú ert líka passive.
Nettengingin hjá þér hefur auðvitað áhrif líka, en skiptir sjaldnast máli þar sem maður nær yfirleitt ekki það rosalegum hraða. Hins vegar eru mjög margir með stillt á hámarks upload hraða (20kbps er dæmigert og oft sjálfgefið í forritum þegar maður opnar þau fyrst). Ef þú deilir 20 kbps á 40 manns þá ertu ekki að senda nema á 0,5kbps á hvern og einn.
Þetta er allt voðalega háð öllu ofangreindu og happa-glappa hvernig manni gengur. Það besta sem maður getur gert í þessu er að opna port á routernum sínum þannig að maður sé ekki lengur passive, það ætti að hafa alveg dúndurgóð áhrif á hraðann. Restinni getur maður ekkert breytt. :(