Sæl

Ég er nýr mac-notandi. Ég hef hingað til verið nokkuð áægður en margt sem ég skil ekki alveg ennþá.

Eitt vandamál sem er mjög stórt hjá mér er þegar ég nota gmail í safari og ýti á shift sem ég geri til að gera stóra stafi spurningarmerki og fleira, þá dettur bendillinn útur glugganum sem ég er að skrifa.

Ég vona að þið skiljið hvað ég meina. ég ýti á shift og blikkandi línan þar sem ég er að skrifa hverfur og ég get ekki skrifað meira nema að ég setji hann thar aftur með músarklikki.

Á ég bara að fá mér firefox eða er einfaldari lausn?
snoram