Ég er með þráðlaust internet, bæði heima og í vinnunni, þar sem ég er núna að læra fyrir próf.
En málið er að í vinnunni vill makkinn minn ekki fara inn á ákveðnar síður, sem eiga það allar sameiginlegt að byrja á https. Þetta kemur sér ógeðslega mikið illa vegna þessar síður eru pósthólfið mitt, innrantetið hjá skólanum mínum og Apple.is umræðurnar (þar sem ég ætlaði að biðja um hjálp).
Og hann vill ekki fara inn á neinar síður þegar hann er heima.
Hjálp!