Ég nota mjög gott forrit sem að heitir TubeSock og það virkar þannig að þú finnur myndbönd af YouTube og peistar veffanginu í TubeSock, velur hvernig format þú vilt vista myndbandið á og smellir á “Save”.
Þú getur látið TubeSock vista myndbönd fyrir iPod eða bara venjulegt Mac Video.
Eini gallinn er að TubeSock kostar 800 kall ef þú tímir því:
http://stinkbot.com/Tubesock/Ef þú getur downloadað myndböndunum, en átt bágt með að converta, þá veit ég um eitt fjandi gott ókeypis forrit sem að heitir ffmpegX og er ókeypis. Það getur convertað næstum hvaða myndskeiði sem er yfir á fjandi mörg snið, en það getur tekið smá stund að læra á það. Þú getur líka sótt texta við myndir á netinu og notað ffmpegX til þess að setja textann á myndirnar (mjög sniðugt ef þú ert að horfa á kóreiskar myndir eða svoleiðis að smella enskum texta við).
http://www.videohelp.com/tools/ffmpegX