Hérna er ég kominn með myndir af því sem ég hef keypt. Ég las vel og vandlega pakningarnar, stóð þar að flakkara-hýsillin virkaði einnig á MAC. Flakkara-hýsillin styður uppí 250 GB og er smár og nettur, silfraður. En það skiptir litlu eða engu máli. Ég keypti SAMSUNG 160 GB 5400rpm (snúninga) sem ég reyndi að tengja beint í flakkara-hýsilinn sem ég síðan skrúfaði örlítið áður en ég tengdi í tölvuna beint í gegnum USB.
Talvan las ekki inn flakkara-hýsilinn, en flakkar-hýsillin (og harði diskurinn) fór af stað, er einhver partur hér sem ég geri vitlaust? Skrúfu opið fyrir harða diskinn og flakkaran-hýsilin voru með örlitlu bili, hinsvegar. En ég á myndir af þessu sem ég skal setja hér fyrir neðan, birtan á myndunum er léleg, því miður.
Hér er harði diskurinn í mynd.
Hér er flakkara-hýsillin í mynd. (Vill benda á að innstungurnar fyrir USB og eSATA tengingarnar eru hægra megin á myndinni).
Hér er harði diskurinn í flakkara-hýsilinum eins og ég prófaði fyrst.
Takk kærlega fyrirfram og fyrir alla hjálpina! ;)
Bætt við 3. janúar 2008 - 21:34 Heyrðu þetta tókst hjá mér. Fór í Disk Utility og prófaði að formata diskinn með að reyna láta vélina lesa hann inn.