Fyrir þónokkru ákvað ég að setja Windows í makkann minn til að geta spilað leiki og fleira sniðugt og notaði til þess forritið Boot Camp. Við þetta þurfti ég að skipta harða diskinum í tvö drif, drif fyrir Mac og drif fyrir windows.
En nú er ég í veseni. Ég get ómögulega fundið út hvernig ég eigi að breyta hlutfallinu á milli mac og windows. Ég þarf að hækka hlutfall windows-drifsins (rúmmálið, plássið) á kostnað plássins á Mac-drifinu.
Mér datt í hug að prófa þettta Boot Camp en það er eitthvað expired og eitthvað rugl og ég sá ekki að ég gæti breytt þessu í System Preferences. Er einhver hérna sem veit eitthvað um þetta? Þetta er óþarfa vesen.